Hvað viljum við?

Bókmenntakynning MFÍK
13. desember 2008 

Félagið okkar var stofnað 1951 í Reykjavík í anda Alþjóðarsambands lýðræðissinnaðra kvenna – en A.L.K. varð til 1945 í París. Þar voru samankomnar konur frá 41 þjóðlandi sem allar höfðu verið í fangabúðum nasista í síðari heimstyrjöldinni. Í fangabúðunum strengdu þær þess heit
að leggja sitt að mörkum til heimsfriðarins, kæmust þær lifandi úr búðunum.

Kjarninn í stefnu og starfi M.F.Í.K. er friður.

  • Við viljum frið.
  • Við viljum afvopnun.
  • Við viljum að öll kjarnorkuvopn verði eyðilögð og bann lagt við framleiðslu efnavopna og sýklahernað.
  • Við viljum að konur sem karlar beiti samtakamætti sínum til að vinna að friði og stuðli að samstarfi allra þeir hópa og einstaklinga sem vilja taka upp baráttu fyrir friði og afvopnun.

Öll erum við ábyrg fyrir því hvort þjóðfélagið sem við tökum þátt í að móta stefnir að stríði eða friði. Gífurlegum fjármunum er varið til vígbúnaðar meðan stór hluti mannkyns sveltur. Vígbúnaðarkapphlaupið magnast þó þau vopn sem þegar eru til nægi margfaldlega
til að útrýma mannkyninu. Þúsundir vísindamanna nota hugvit sitt og krafta til að fullkomna vopn sem geta eytt öllu lífi á þessari jörð. Þetta er ógnun sem mannkynið stendur andspænis og hún er verk okkar mannanna sjálfra. Við verðum því sjálf að snúa þessari þróun við. Við verðum að taka höndum saman konur sem karlar og vinna markvisst að því að ókomnar kynslóðir fái að byggja þessa jörð. Okkur er ljós sá styrkur sem felst í samtökum fólks og því skorum við á alla að hugleiða þessi mál og taka þau til umræðu og umfjöllunar hvar og hvenær sem því verður viðkomið.

Margrét Pálína Guðmundsdóttir

Hvað viljum við

Um mfik
Menningar- og friðarsamtökin MFÍK hafa starfað samfellt frá árinu 1951. Samtökin eru frjáls og óháð og láta sig varða ýmis málefni í samfélaginu. Markmið Menningar- og friðarsamtakanna MFÍK er að sameinast í baráttu fyrir: Alheimsfriði og afvopnun. Frelsi smáríkja gegn allri ágengni stórvelda. Hlutleysi Íslands í hernaðarátökum. Almennum mannréttindum. Jafnrétti. Vináttu og samvinnu kvenna um allan heim. Réttindum og vernd barna. Menningarmálum. Menningar- og friðarsamtökin MFÍK Union des Femmes Islandaises pour la Paix et la Culture The Icelandic Women’s Union for Culture and Peace Islandsk kvindeorganisation for fred og kultur Pósthólf/Box 279, 121 Reykjavík, Iceland. Kt: 610174-4189 Tölvupóstfang/email Viltu ganga í félagið? MFÍK er virkt félag. Fundir eru haldnir 1-2 í mánuði yfir veturinn. Reglulega eru haldnir opnir stjórnar- og félagsfundir þar sem boðið er upp á kynningu á málefnum sem félagið lætur sig varða. Árgjaldið er kr. 2.500 en nemendur og eldri borgarar greiða kr. 1.500. Reikningur MFÍK er: 0526 26 484394 kt. 610174-4189

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: