Ályktun frá fundi 8. mars 2007

Opinn fundur haldinn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur á Alþjóðlegum
baráttudegi kvenna fyrir friði og jafnrétti sendir frá sér eftirfarandi ályktun:

Í réttlátu þjóðfélagi njóta allir þjóðfélagsþegnar jafnra tækifæra og eiga
jafnan rétt til heilbrigðisþjónustu, menntunar og þátttöku í samfélaginu.
Í réttlátu samfélagi er varinn réttur þeirra sem ekki þekkja réttindi sín og
tekið tillit til sjónarmiða þeirra hópa, sem erfiðast eiga.

Samdráttur í ríkisafskiptum og einkavæðing nauðsynlegrar þjónustu kemur hart niður á
konum sem bera hita og þunga af því misrétti sem er hér á landi. Þær eru margar hverjar
tekjulægstar en hafa þá ábyrgð að sjá um að framfæra fjölskyldum.

Við hvetjum stjórnvöld til að setja mannsæmandi lífskjör fólks ofar
fjármagnshyggju, varðveita velferðarkerfi og berjast gegn mansali og
vinnuþrælkun.

Við hvetjum til samstöðu gegn öllu ofbeldi, líkamlegu, andlegu og
kynferðislegu.

Við krefjumst raunhæfra aðgerða til að breyta skiptingu auðæfa heims og
stuðla að bættum hag kvenna um allan heim.

Ályktun frá fundi 8. mars 2007

Um mfik
Menningar- og friðarsamtökin MFÍK hafa starfað samfellt frá árinu 1951. Samtökin eru frjáls og óháð og láta sig varða ýmis málefni í samfélaginu. Markmið Menningar- og friðarsamtakanna MFÍK er að sameinast í baráttu fyrir: Alheimsfriði og afvopnun. Frelsi smáríkja gegn allri ágengni stórvelda. Hlutleysi Íslands í hernaðarátökum. Almennum mannréttindum. Jafnrétti. Vináttu og samvinnu kvenna um allan heim. Réttindum og vernd barna. Menningarmálum. Menningar- og friðarsamtökin MFÍK Union des Femmes Islandaises pour la Paix et la Culture The Icelandic Women’s Union for Culture and Peace Islandsk kvindeorganisation for fred og kultur Pósthólf/Box 279, 121 Reykjavík, Iceland. Kt: 610174-4189 Tölvupóstfang/email Viltu ganga í félagið? MFÍK er virkt félag. Fundir eru haldnir 1-2 í mánuði yfir veturinn. Reglulega eru haldnir opnir stjórnar- og félagsfundir þar sem boðið er upp á kynningu á málefnum sem félagið lætur sig varða. Árgjaldið er kr. 2.500 en nemendur og eldri borgarar greiða kr. 1.500. Reikningur MFÍK er: 0526 26 484394 kt. 610174-4189

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: