Vatn fyrir alla

Undirrituð samtök vilja með sameiginlegri yfirlýsingu þessari vekja athygli ríkisstjórnar,
sveitarstjórna, stofnana, fyrirtækja og almennings á mikilvægi og sérstöðu vatns fyrir
land, þjóð og lífríki. Þótt enginn vatnsskortur sé á Íslandi þá er staðan önnur víðast hvar í
heiminum. Gnótt vatns gefur því ekki tilefni til skeytingarleysis af okkar hálfu. Þvert á
móti ber okkur að færa lagaumgjörð um vatn í þann búning að hún tryggi rétta
forgangsröðun varðandi vatnsvernd og nýtingu og geti verið öðrum þjóðum til
fyrirmyndar. Hugsa verður til framtíðar og hafa almannahagsmuni og náttúruvernd að
leiðarljósi.

Vatn er takmörkuð auðlind og almannagæði sem er undirstaða alls lífs og heilbrigðis.
Vatn er frábrugðið öðrum efnum að því leyti að það finnst náttúrulega í föstu, fljótandi og
loftkenndu formi og er aldrei kyrrt á einum stað eða einu eignarlandi heldur á stöðugri
hringrás um heiminn.

Undirrituð samtök telja að aðgangur að vatni sé grundvallarmannréttindi, eins og kveðið
er á um í samþykktum Sameinuðu þjóðanna sem Ísland hefur undirgengist. Sérhver
maður á því rétt á aðgengi að hreinu drykkjarvatni og vatni til hreinlætis og
heimilishalds.

Líta ber á vatn sem félagsleg, menningarleg og vistfræðileg gæði sem ekki má fara með
eins og hverja aðra verslunarvöru.

Nýting vatns skal vera sjálfbær og aðgengi að því tryggt með lögum fyrir núlifandi
kynslóð og kynslóðir framtíðarinnar. Það er skylda stjórnvalda að tryggja þegnum sínum
þennan rétt án mismununar.

Það er hlutverk stjórnvalda að tryggja verndun vatns sem náttúruverðmæta sem og að
tryggja hollustu og dreifingu vatns til allra þjóðfélagsþegna með fjárfestingu í
mannvirkjum og mengunarvörnum. Vatnsveitur verði því reknar á félagslegum grunni,
taki mið af almannahagsmunum og tryggi rétt einstaklinga til nægilegs hreins vatns til
drykkjar og hreinlætis á viðráðanlegu verði. Það er jafnframt hlutverk stjórnvalda að
tryggja að við nýtingu vatns verði öðrum náttúruverðmætum ekki spillt.

Stjórnvöldum ber að tryggja almenningi aðgengi að öllum upplýsingum er varða verndun
og nýtingu vatns og stuðla að aukinni virkni almennings og meðvitund um mikilvægi
vatns, náttúru og réttrar umgengni við landið.

Vegna mikilvægis vatns fyrir íslenska þjóð og lífríki landsins telja undirrituð samtök
nauðsynlegt að fest verði í stjórnarskrá Íslands ákvæði um skyldur og réttindi stjórnvalda
og almennings hvað varðar réttindi, verndun og nýtingu vatns. Lög og reglugerðir um
nýtingu vatns taki því mið af ákvæðum sem viðurkenna rétt einstaklinga til vatns sem og
lögum er varða verndun vatns og náttúru.

Til að tryggja skilvirka verndun og nýtingu vatns ber stjórnvöldum að skipuleggja
stjórnsýslu þannig að eðlilegt jafnvægi sé á milli þessara þátta og réttar einstaklinga til
aðgengis að vatni.

Vatn fyrir alla

Um mfik
Menningar- og friðarsamtökin MFÍK hafa starfað samfellt frá árinu 1951. Samtökin eru frjáls og óháð og láta sig varða ýmis málefni í samfélaginu. Markmið Menningar- og friðarsamtakanna MFÍK er að sameinast í baráttu fyrir: Alheimsfriði og afvopnun. Frelsi smáríkja gegn allri ágengni stórvelda. Hlutleysi Íslands í hernaðarátökum. Almennum mannréttindum. Jafnrétti. Vináttu og samvinnu kvenna um allan heim. Réttindum og vernd barna. Menningarmálum. Menningar- og friðarsamtökin MFÍK Union des Femmes Islandaises pour la Paix et la Culture The Icelandic Women’s Union for Culture and Peace Islandsk kvindeorganisation for fred og kultur Pósthólf/Box 279, 121 Reykjavík, Iceland. Kt: 610174-4189 Tölvupóstfang/email Viltu ganga í félagið? MFÍK er virkt félag. Fundir eru haldnir 1-2 í mánuði yfir veturinn. Reglulega eru haldnir opnir stjórnar- og félagsfundir þar sem boðið er upp á kynningu á málefnum sem félagið lætur sig varða. Árgjaldið er kr. 2.500 en nemendur og eldri borgarar greiða kr. 1.500. Reikningur MFÍK er: 0526 26 484394 kt. 610174-4189

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: