Að fá að vera í friði

Hugleiðingar um Astrid Lindgren, túlkun barna á friði og jólagjafakaup
14. nóvember 2007

Hvað segir gjöfin þín?
RATATATATA. „Mamma ðú er dauj“. „Jæja, ljósið mitt. Mér sýnist pabbi þinn
vera með lífsmarki ennþá. Hana, vittu hvort þú getir ekki gengið frá honum.“
Framundan eru jólin með öllu tilheyrandi og vafalaust margir farnir að huga að
jólagjafakaupum. Það má velta því fyrir sér hversu margar plastvélbyssur,
harðplastskriðdrekar, að ógleymdum ofbeldisfullum tölvuleikjum, munu rata í pakka litlu
sakleysingjanna okkar þetta árið. Mikilvægt er að foreldrar og aðrir spyrji sig að því hvaða áhrif þess
konar gjafir hafi á börn og hvaða og hverra gildismat þær endurspegla.

Aldrei ofbeldi
Árið 1978 var Astrid Lindgren veitt Friðarverðlaun þýskra bókaútgefenda á hinni árlegu
bókamessu í Frankfurt. Við verðlaunaafhendinguna flutti hún ræðu sem hún kallaði „Aldrei ofbeldi.“ Í
ræðu sinni veltir Lindgren því fyrir sér hvort einhver smíðagalli reynist á mannkyninu þar sem það þurfi
stöðugt að grípa til vopna eins og linnulaus stríð séu til vitnis um. Hún spyr einnig hvort ekki sé von til
þess að mannfólkið geti breytt sér áður en það verður um seinan. Hennar skoðun og niðurstaða er sú
að vissulega sé hægt að breyta til og nauðsynlegt sé að beina sjónum að undirstöðunni, að börnunum,
því svo læri þau sem fyrir þeim er haft.

Að fá að vera í friði
Í október stóð yfir sýning á teikningum japanskra grunnskólabarna og íslenskra barna á leik- og
grunnskólaaldri í aðalsafni Borgarbókasafns í Grófarhúsi. Tilefnið var uppsetning friðarsúlu Yoko Ono í
Viðey og var þema myndanna að sjálfsögðu friður. Það var eftirtektarvert hvernig sum íslensku
leikskólabörnin túlkuðu þemað. Á meðan myndir eldri barnanna sýndu hið klassíska friðar
handaband ólíkra kynþátta og friðardúfur, sýndu myndir yngri barnanna frið og ró. Texti einnar
myndarinnar sagði til dæmis „Þarna er ég alein í friði“, texti annarrar myndar var „Friður er alein
kanína“. Sjálfsagt vegna þess að börnin þekktu ekki hugtakið stríð, lögðu þau ekki þá merkingu í orðið
frið að það væri andstæða við stríð. Í þeirra augum var friður ekki friðsamleg samskipti heldur það að
fá að vera í friði.

Okkar er valið
Túlkun leikskólabarnanna á friði ýtir stoðum undir þá sannfæringu Lindgren að hægt sé að
breyta til og hafa áhrif. Það er hægt að velja friðsamlegri leið en þá sem hingað til hefur verið
fylgt. Við getum haft áhrif, verið börnum okkar fyrirmynd, við getum unnið að friði og ró og
lagt okkar að mörkum til að hlúa að undirstöðunum, styrkja þær og móta. Leyfum börnum
okkar að vera í friði, í friðsamri veröld og í friði fyrir öllu því sem viðkemur stríði. Úrval af
leikföngum hefur sjálfsagt sjaldan verið meira á Íslandi.
Vöndum valið og gætum þess að jólagjöfin okkar hefur áhrif

Að fá að vera í friði

Um mfik
Menningar- og friðarsamtökin MFÍK hafa starfað samfellt frá árinu 1951. Samtökin eru frjáls og óháð og láta sig varða ýmis málefni í samfélaginu. Markmið Menningar- og friðarsamtakanna MFÍK er að sameinast í baráttu fyrir: Alheimsfriði og afvopnun. Frelsi smáríkja gegn allri ágengni stórvelda. Hlutleysi Íslands í hernaðarátökum. Almennum mannréttindum. Jafnrétti. Vináttu og samvinnu kvenna um allan heim. Réttindum og vernd barna. Menningarmálum. Menningar- og friðarsamtökin MFÍK Union des Femmes Islandaises pour la Paix et la Culture The Icelandic Women’s Union for Culture and Peace Islandsk kvindeorganisation for fred og kultur Pósthólf/Box 279, 121 Reykjavík, Iceland. Kt: 610174-4189 Tölvupóstfang/email Viltu ganga í félagið? MFÍK er virkt félag. Fundir eru haldnir 1-2 í mánuði yfir veturinn. Reglulega eru haldnir opnir stjórnar- og félagsfundir þar sem boðið er upp á kynningu á málefnum sem félagið lætur sig varða. Árgjaldið er kr. 2.500 en nemendur og eldri borgarar greiða kr. 1.500. Reikningur MFÍK er: 0526 26 484394 kt. 610174-4189

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: