Saga 8. mars í Fréttatímanum 2014.
júní 10, 2014 Færðu inn athugasemd
Menningar- og friðarsamtökin MFÍK
apríl 29, 2014 Færðu inn athugasemd
|
apríl 3, 2014 Færðu inn athugasemd
Mánudaginn 7. apríl mun Sabine Leskopf kynna ljóðabók skáldkonunnar, fræðikonunnar, myndhöggvarans og leikkonunnar Melittu Urbanicic. Fundurinn mun eiga sér stað í Friðarhúsi, Njálsgötu 87.
Frá hjara veraldar (Vom Rand der Welt), kemur út í tvímála útgáfu hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og Háskólaútgáfunni. Ljóðin orti Melitta um reynslu sína sem útlagi á Íslandi á árunum 1939 – 1943 en þau koma nú út í fyrsta sinn.
MELITTA URBANCIC, var fædd í Grünbaum (1902-1984) og leitaði hælis á Íslandi árið 1938 ásamt eiginmanni sínum, tónvísindamanninum, tónskáldinu og hljómsveitarstjóranum Victor Urbancic (1903-1958) og börnum þeirra. Fjölskyldan fluttist hingað frá heimalandinu, Austurríki, eftir valdatöku nasista, en Melitta var af gyðingaættum. Bæði hafa þau markað varanleg spor í menningarlíf Íslendinga.
Eins og venjulega opnar húsið klukkan 18.30 og matur verður borinn fram kl 19.00 en dagskráin mun hefjast kl. 20.00.
Á boðstólnum verða:
-Ungversk ættuð gúllassúpa
-Grænmetissúpa
-Hrísgrjón
-Salat og brauð
-Kaffi og sætt með því
Verð: 1500
febrúar 19, 2014 Færðu inn athugasemd
Aðalfundur MFÍK verður haldinn mánudaginn 24. febrúar í Friðarhúsi, á horni Snorrabrautar og Njálsgötu. Hefðbundin aðalfundarstörf byrja kl. 18. Máltíð verður kl. 19, súpa og salat, og dagskrá þar á eftir sem við auglýsum síðar. Allir velkomnir.
febrúar 26, 2013 Færðu inn athugasemd
Aðalfundur MFÍK var haldinn þriðjudaginn 26. febrúar í Friðarhúsi. Nokkrar breytingar urðu á stjórn félagsins. Harpa Stefánsdóttir, sem gegnt hefur formannsembættinu síðastliðið ár, baðst undan embættinu vegna anna og veikinda og tekur Auður Alfífa Ketilsdóttir hennar stað. Harpa fer þó ekki langt því hún mun leysa Sigurlaugu Gunnlaugsdóttur, varaformann félagsins frá 2011, af hólmi. Guðríður Sigurbjörnsdóttir og Áslaug Einarsdóttir gáfu ekki kost á sér áfram. Lea María Lemarquis kemur ný inn i stjórnina.
Svona lítur hin nýja stjórn út:
Auður Alfífa Ketilsdóttir, formaður
Harpa Stefánsdóttir, varaformaður
Auður Ingvarsdóttir
Lea María Lemarquis
Margrét Guðmundsdóttir
Sigríður Gunnarsdóttir
Sigrún H. Einarsdóttir
Sigrún Gunnlaugsdóttir
Sigurlaug Gunnlaugsdóttir
Stjórnin mun skipta með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund.
Ingibjörg Haraldsdóttir og Sesselja Þ. Gunnarsdóttir voru gerðar að heiðursfélögum á fundinum, en báðar hafa þær unnið ötullega í þágu samtakanna í gegnum árin.
Skýrsla stjórnar semog ritgerð Leu Maríu Lemarquis um viðhorf kvenna til Sovétríkjanna á 7. áratugnum, sem hún kynnti á aðalfundinum, munu birtast hér innan tíðar.
Auður Alfífa tekur við lyklunum af Friðarhúsi úr höndum Hörpu
Sesselja Þ. Gunnarsdóttir tekur við heiðurskjali frá Hörpu
Pacifica Achieng Ogola sagði frá doktorsritgerð sinni sem hún varði fyrir stuttu við HÍ
Lea María Lemarquis sagði frá rigerð sem hún skrifaði við Menntaskólann í Hamrahlíð um viðhorf kvenna til Sovétríkjanna á 7. áratug síðustu aldar
Að vanda höfðu stjórnarkonur og félagskonur undirbúið dýrindismáltíð
febrúar 26, 2013 Færðu inn athugasemd
Aðalfundur MFÍK verður haldinn þriðjudaginn 26.febrúar kl. 18 í
Friðarhúsi, á horni Snorrabrautar og Njálsgötu.
Eftir að hefðbundnum aðalfundarstörfum lýkur verður boðið upp á léttan
kvöldverð á hóflegu verði. Lea María Lemarquis segir okkur frá viðtölum
sem hún tók við eldri félagskonur í MFÍK. Einnig mun Pacifica Achieng
Ogola segja stuttlega frá doktorsritgerð sinni: „Afl til breytinga:Notkun
jarðhita til aukningar lífsgæða sem og aðlögunar og mildunar
loftlagsbreytinga“.
Allir velkomnir