Málsverður og Kvikmyndasýning MFÍK og Félagsins Ísland – Palestína
apríl 29, 2014 Færðu inn athugasemd
|
Menningar- og friðarsamtökin MFÍK
apríl 29, 2014 Færðu inn athugasemd
|
apríl 3, 2014 Færðu inn athugasemd
Mánudaginn 7. apríl mun Sabine Leskopf kynna ljóðabók skáldkonunnar, fræðikonunnar, myndhöggvarans og leikkonunnar Melittu Urbanicic. Fundurinn mun eiga sér stað í Friðarhúsi, Njálsgötu 87.
Frá hjara veraldar (Vom Rand der Welt), kemur út í tvímála útgáfu hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og Háskólaútgáfunni. Ljóðin orti Melitta um reynslu sína sem útlagi á Íslandi á árunum 1939 – 1943 en þau koma nú út í fyrsta sinn.
MELITTA URBANCIC, var fædd í Grünbaum (1902-1984) og leitaði hælis á Íslandi árið 1938 ásamt eiginmanni sínum, tónvísindamanninum, tónskáldinu og hljómsveitarstjóranum Victor Urbancic (1903-1958) og börnum þeirra. Fjölskyldan fluttist hingað frá heimalandinu, Austurríki, eftir valdatöku nasista, en Melitta var af gyðingaættum. Bæði hafa þau markað varanleg spor í menningarlíf Íslendinga.
Eins og venjulega opnar húsið klukkan 18.30 og matur verður borinn fram kl 19.00 en dagskráin mun hefjast kl. 20.00.
Á boðstólnum verða:
-Ungversk ættuð gúllassúpa
-Grænmetissúpa
-Hrísgrjón
-Salat og brauð
-Kaffi og sætt með því
Verð: 1500