Ályktun frá fundi 8. mars 2007

Opinn fundur haldinn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur á Alþjóðlegum
baráttudegi kvenna fyrir friði og jafnrétti sendir frá sér eftirfarandi ályktun:

Í réttlátu þjóðfélagi njóta allir þjóðfélagsþegnar jafnra tækifæra og eiga
jafnan rétt til heilbrigðisþjónustu, menntunar og þátttöku í samfélaginu.
Í réttlátu samfélagi er varinn réttur þeirra sem ekki þekkja réttindi sín og
tekið tillit til sjónarmiða þeirra hópa, sem erfiðast eiga.

Samdráttur í ríkisafskiptum og einkavæðing nauðsynlegrar þjónustu kemur hart niður á
konum sem bera hita og þunga af því misrétti sem er hér á landi. Þær eru margar hverjar
tekjulægstar en hafa þá ábyrgð að sjá um að framfæra fjölskyldum.

Við hvetjum stjórnvöld til að setja mannsæmandi lífskjör fólks ofar
fjármagnshyggju, varðveita velferðarkerfi og berjast gegn mansali og
vinnuþrælkun.

Við hvetjum til samstöðu gegn öllu ofbeldi, líkamlegu, andlegu og
kynferðislegu.

Við krefjumst raunhæfra aðgerða til að breyta skiptingu auðæfa heims og
stuðla að bættum hag kvenna um allan heim.

Ályktun frá fundi 8. mars 2007