Saga 8. mars í Fréttatímanum 2014.

Read more of this post

8. mars – Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti

8. mars - Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti

Málsverður og Kvikmyndasýning MFÍK og Félagsins Ísland – Palestína

Image

Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna og Félagið Ísland – Palestína halda opinn fund þann 5. maí næstkomandi í Friðarhúsinu, Njálsgötu 87 í Reykjavík.  Að loknum hefðbundnum málsverði mun félagið sýna heimildarmyndina „The Law In These Parts“ sem fjallar um það réttarkerfi sem herforingjar Ísraels settu Palestínumönnum búsettum á hernumdum svæðum Vesturbakkans og Gaza árið 1967 og þróun þess til dagsins í dag. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, mannréttinda- og mannúðarlögfræðingur mun, ásamt því að kynna efni myndarinnar stuttlega fyrir áhorfendum, stýra umræðu að henni lokinni og sitja fyrir svörum um þær áleitnu spurningar er kunna að vakna við áhorf myndarinnar.

Af tilefni sýningarinnar mun MFÍK standa fyrir söfnun frjálsra framlaga í neyðarsöfnun í Félagagið Ísland – Palestína á meðan fundinum stendur.

„The Law In These Parts“ er margverðlaunuð heimildarmynd sem fjallar á faglegan og grípandi hátt um þúsundir hertilskipana sem settar hafa verið frá upphafi hernámsins, dómstólana sem skipaðir voru til að fylgja þeim eftir og allra helst um mennina sem stóðu að baki þessu lagakerfi sem er einstakt í heiminum. Myndin byggir að stóru leyti á viðtölum við helstu forkólfa þessa kerfis, sem allir voru meðlimir ísraelska hersins en hafa nú sest í helgan stein. Viðtölin taka á gagnrýninn og áhugaverðan hátt á þeim siðferðislegu og lagalegu áskorunum sem viðfangsefni þeirra hafa þurft að takast á við í framkvæmd lagakerfis sem byggist á langtíma hersetu og hyggst kenna sig við „réttarríki“ í sömu andrá.

Upplýsingar um myndina má nálgast hér:

https://www.thelawfilm.com/eng#!/the-film

Húsið opnar klukkan 18.30 og borðhald hefst klukkan 19.00 en sýning myndarinnar hefst klukkan 20.00.

Á matseðli verða:

  • Ungverskættuð gúllassúpa
  • Grænmetisréttur (auglýst síðar)
  • Salat og brauð
  • Kaffi og te
  • Súkkulaðimúffur

Verð á mat: 1500.- krónur.

ATH!

MFÍK minnir einnig á Morgunkaffi Samtaka hernaðarandstæðinga þann 1. Maí.

Morgunkaffið er víðfræg samkoma og í hugum margra ómissandi hluti af baráttudegi verkalýðsins. Húsið opnar kl. 11, en ganga verkalýðsfélaganna fer af stað kl. 13:30.

Allir velkomnir í 1. maí-kaffið í Friðarhúsi, Njálsgötu 87. Verð kr. 500.

 

Opinn Félagsfundur: Ungverskættað gúllas og kynning á bók Melittu Urbancic – Frá hjara veraldar

Image

Mánudaginn 7. apríl mun Sabine Leskopf kynna ljóðabók skáldkonunnar, fræðikonunnar, myndhöggvarans og leikkonunnar Melittu Urbanicic. Fundurinn mun eiga sér stað í Friðarhúsi, Njálsgötu 87.

Frá hjara veraldar (Vom Rand der Welt), kemur út í tvímála útgáfu hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og Háskólaútgáfunni. Ljóðin orti Melitta um reynslu sína sem útlagi á Íslandi á árunum 1939 – 1943 en þau koma nú út í fyrsta sinn.

MELITTA URBANCIC, var fædd í Grünbaum (1902-1984) og leitaði hælis á Íslandi árið 1938 ásamt eiginmanni sínum, tónvísindamanninum, tónskáldinu og hljómsveitarstjóranum Victor Urbancic (1903-1958) og börnum þeirra. Fjölskyldan fluttist hingað frá heimalandinu, Austurríki, eftir valdatöku nasista, en Melitta var af gyðingaættum. Bæði hafa þau markað varanleg spor í menningarlíf Íslendinga.

Eins og venjulega opnar húsið klukkan 18.30 og matur verður borinn fram kl 19.00 en dagskráin mun hefjast kl. 20.00.

Á boðstólnum verða:

-Ungversk ættuð gúllassúpa
-Grænmetissúpa
-Hrísgrjón
-Salat og brauð
-Kaffi og sætt með því

Verð: 1500

Saga 8. mars í Fréttatímanum 2014

Þórhildur Sunna, formaður MFÍK skrifaði grein um sögu 8. mars sem birtist í Fréttatímanum föstudaginn 7. mars.

Margrét Pálína Guðmundsdóttir stjórnarkona MFÍK í viðtali við Kvennablaðið í dag vegna 8. mars.

Margrét Pálína Guðmundsdóttir stjórnarkona MFÍK í viðtali við Kvennablaðið í dag vegna 8. mars.

8. mars – Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti

8. mars - Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti

Aðalfundur MFÍK 2014

Aðalfundur MFÍK verður haldinn mánudaginn 24. febrúar í Friðarhúsi, á horni Snorrabrautar og Njálsgötu. Hefðbundin aðalfundarstörf byrja kl. 18. Máltíð verður kl. 19, súpa og salat, og dagskrá þar á eftir sem við auglýsum síðar. Allir velkomnir.

8-mars-2013.jpg

Fréttabréf MFÍK

https://mfik.files.wordpress.com/2012/05/frettabref-mfik-februar2013.pdf

   Hlekkur á nýjasta fréttabréfið     Mars 2013