TIL UMHUGSUNAR: KAUP HANDA BÖRNUM FYRIR JÓL.
júní 10, 2014 Færðu inn athugasemd
Menningar- og friðarsamtökin MFÍK skora á foreldra og forráðamenn, ömmur, afa,
frænkur og frændur og aðra þá sem kaupa gjafir handa börnum og ungmennum, að vera
meðvituð um að það er á ábyrgð fullorðinna hvernig heimur snýr að börnum. Börn eiga
að fá að vera börn.
Við vörum við tísku, sem rutt hefur sér til rúms hér á landi, að klæða litlar stúlkur í
magaboli, G-streng og annað slíkt.
Við fögnum framtaki SAFT (Samfélag, fjölskylda og tækni) sem nýlega gáfu út bækling
með leiðbeiningum um val á tölvuleikjum. Við bendum á að sömu vandvirkni er einnig
þörf við val á öðrum leikföngum. Forðumst að kaupa leikföng sem gera stríð og ofbeldi
aðlaðandi.
Hann fékk… en hún fékk…
Hvaða hlutverk ætlum við uppvaxandi kynslóð?
Tökum uppeldishlutverkið alvarlega.
Stöndum vörð um bernskuna og sakleysið.