Ísland í alþjóðasamfélagi. Ályktun frá 8. mars 2005

Opinn fundur haldinn á Alþjóðalegum baráttudegi kvenna fyrir friði og jafnrétti 8.mars
2005 í Ráðhúsi Reykjavíkur sendir frá sér eftirfarandi ályktun:
Jafnréttisbarátta og barátta fyrir bættum kjörum kvenna er hluti af baráttunni fyrir betri
heimi. Því viljum við sem teljum að betri heimur sé raunverulegur valkostur nota 8.mars
Alþjólegan baráttudag kvenna fyrir friði og jafnrétti til að horfa gagnrýnum augum á
samfélagið.

Það er mikilvægt að sameina alla þá sem ekki sætta sig við skiptingu heimsins í austur
og vestur, norður og suður, kristin heim eða islam, ríkan heim eða fátækan.
Fundurinn telur mikilvægt að fólk búsett á Íslandi geti treyst þeirri grundvallarreglu
stjórnarskrárinnar að lög nái jafnt yfir alla en fari ekki í manngreinarálit. Fundurinn
áréttar mikilvægi jafnræðisreglu sem tryggi að allir skuli vera “jafnir fyrir lögum og njóta
mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar,
litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu…” aldurs og kynhneigðar.
Fundurinn hvetjur ríkisstjórnina til að setja réttindi fólks ofar fjármagnshyggju og
hagsmunum fjölþjóðafyrirtækja.

Fundurinn hafnar ofbeldi og hvetur til friðsamlegra lausna á vandamálum heimsins. Þá
hvetjum við alla til að leggja sitt af mörkum til að uppræta hvers kyns kynbundið ofbeldi í
okkar samfélagi.

Það eru forréttindi að búa fjarri átakasvæðum. Fundurinn bendir á mikilvægi þess, í heimi
tortryggni og ófriðar, að Ísland axli þá ábyrgð sem felst í því að vera ríkt og sjálfstætt
lýðræðisríki. Stuðningur ríkisstjórnar Íslands við hernað í Írak, sem kostað hefur þúsundir
óbreyttra borgara lífið, að stórum hluta konur og börn, hefur valdið miklu umróti í
íslensku samfélagi. Fundurinn krefst þess að Ísland, sem herlaus þjóð, fái að standa utan
við hernaðarátök.

Fundurinn hvetur ríkisstjórn Íslands, þingmenn og landsmenn alla til að sameinast um
samfélagslega ábyrgð og stuðla þannig að friði og jafnrétti.

Að fundinum stóðu: Menningar- og friðarsamtök ísl. kvenna, Bandalag háskólamanna,
BSRB, Félag ísl. hjúkrunarfræðinga, Kennarasamband Íslands, Kvennasögusafn Íslands,
Kvenréttindafélag Íslands, Samtök herstöðvaandstæðinga, Samtök kvenna af erlendum
uppruna, Samtök um kvennaathvarf, Sjúkraliðafélag Íslands, Stígamót, Upplýsing, félag
bókasafns- og upplýsingafræða, Vera, Þroskaþjálfafélag Íslands, Öryrkjabandalag
Íslands.

Ísland í alþjóðasamfélagi. Ályktun frá 8. mars 2005

Um mfik
Menningar- og friðarsamtökin MFÍK hafa starfað samfellt frá árinu 1951. Samtökin eru frjáls og óháð og láta sig varða ýmis málefni í samfélaginu. Markmið Menningar- og friðarsamtakanna MFÍK er að sameinast í baráttu fyrir: Alheimsfriði og afvopnun. Frelsi smáríkja gegn allri ágengni stórvelda. Hlutleysi Íslands í hernaðarátökum. Almennum mannréttindum. Jafnrétti. Vináttu og samvinnu kvenna um allan heim. Réttindum og vernd barna. Menningarmálum. Menningar- og friðarsamtökin MFÍK Union des Femmes Islandaises pour la Paix et la Culture The Icelandic Women’s Union for Culture and Peace Islandsk kvindeorganisation for fred og kultur Pósthólf/Box 279, 121 Reykjavík, Iceland. Kt: 610174-4189 Tölvupóstfang/email Viltu ganga í félagið? MFÍK er virkt félag. Fundir eru haldnir 1-2 í mánuði yfir veturinn. Reglulega eru haldnir opnir stjórnar- og félagsfundir þar sem boðið er upp á kynningu á málefnum sem félagið lætur sig varða. Árgjaldið er kr. 2.500 en nemendur og eldri borgarar greiða kr. 1.500. Reikningur MFÍK er: 0526 26 484394 kt. 610174-4189

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: