Ályktun um Ísrael – Án dagsetningar

Stjórn MFÍK sendir frá sér eftirfarandi ályktun: Íslendingar hafa talist meðal vinaþjóða Ísraels en þrátt fyrir það hafa ísraelskir embættismenn ítrekað lítilsvirt og beitt íslenska borgara harðræði við komu þeirra til Ísrael. Það er kominn tími til að ríkisstjórn Íslands endurskoði stjórnmálasamband við slíka aðila. Á undanförnum mánuðum hafa ísraelsk stjórnvöld sýnt af sér ofríki og glæpsamlegt framferði í garð nágranna sinna í trausti stuðnings stjórnar Bandaríkjanna og fleiri ríkja. Undanlátssemi vestrænna þjóða hefur orðið ríkisstjórn Ísraels hvatning til síendurtekinna níðingsverka. Við mótmælum innrás Ísraela í annað ríki, drápum þeirra á fjölda óbreyttra borgara, sem að stórum hluta voru börn, og glæpsamlega notkun á ólöglegum klasasprengjum, sem eiga eftir að valda enn frekari örkumlun og dauða í Suður- Líbanon. Í skjóli þessara atburða hefur Ísraelsstjórn enn hert tökin í Palestínu. Daglegt líf íbúa á Gaza og á Vesturbakkanum verður sífellt óbærilegra því svo virðist sem Ísraelsher hefni hrakfara sinna í Líbanon á Palestínumönnum. Áform um byggingarframkvæmdir í stað þess að rýma landnemasvæði sýna einnig lítinn vilja stjórnar Ísrael til samkomulags. Friður á svæðinu er fjarlægur draumur á meðan einungis er krafist tilslakana af hálfu annars deiluaðila. Við hvetjum ríkisstjórn Íslands til að taka afstöðu í málefnum Miðausturlanda og hafna opinberlega árásar- og útþenslustefnu Ísraelsstjórnar. Íslendingar eru friðelskandi þjóð og framkoma stjórnar Ísraels hefur áhrif á viðhorf þeirra. MFÍK treysta því að utanríkisráðherra Íslands komi þeim skilaboðum til stjórnar Ísraels. Þá hvetur MFÍK alla friðelskandi borgara til að sniðganga vörur frá Ísrael og sýna þannig vandlætingu sína í verki.   Ályktun um Ísrael

Um mfik
Menningar- og friðarsamtökin MFÍK hafa starfað samfellt frá árinu 1951. Samtökin eru frjáls og óháð og láta sig varða ýmis málefni í samfélaginu. Markmið Menningar- og friðarsamtakanna MFÍK er að sameinast í baráttu fyrir: Alheimsfriði og afvopnun. Frelsi smáríkja gegn allri ágengni stórvelda. Hlutleysi Íslands í hernaðarátökum. Almennum mannréttindum. Jafnrétti. Vináttu og samvinnu kvenna um allan heim. Réttindum og vernd barna. Menningarmálum. Menningar- og friðarsamtökin MFÍK Union des Femmes Islandaises pour la Paix et la Culture The Icelandic Women’s Union for Culture and Peace Islandsk kvindeorganisation for fred og kultur Pósthólf/Box 279, 121 Reykjavík, Iceland. Kt: 610174-4189 Tölvupóstfang/email Viltu ganga í félagið? MFÍK er virkt félag. Fundir eru haldnir 1-2 í mánuði yfir veturinn. Reglulega eru haldnir opnir stjórnar- og félagsfundir þar sem boðið er upp á kynningu á málefnum sem félagið lætur sig varða. Árgjaldið er kr. 2.500 en nemendur og eldri borgarar greiða kr. 1.500. Reikningur MFÍK er: 0526 26 484394 kt. 610174-4189

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: