Ályktun MFÍK um stríðið í Írak

Opinn fundur haldinn á vegum Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna þriðjudaginn 14. október í MÍR-salnum, Vatnsstíg 10 sendir frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: Árásarstríðið á Írak, sem átti að frelsa kúgaða þjóð og auka öryggi umheimsins, kostaði mörg þúsund óbreyttra borgara lífið. Þeir sem eftir lifa búa áfram við ógnaröld, stjórnleysi og fátækt og öryggi í heiminum er á undanhaldi. Engin leið er að réttlæta stuðning ríkisstjórnar Davíðs Oddsonar og auðsveipni Halldórs Ásgrímssonar við forsprakka þessa feigðarflans. Undanlátssemi vestrænna þjóða við ríkisstjórn Ísraels hefur orðið henni hvatning til síendurtekinna níðingsverka gegn palestínsku þjóðinni sem aftur kalla fram æ örvæntingarfyllri viðbrögð hennar. Við slíkar aðstæður á síst af öllu við að lýsa yfir „skilningi“ á „óþolinmæði“ stríðsglæpamannsins Ariels Sharons. Fundurinn fordæmir stefnu ríkistjórnar Íslands í málefnum Miðausturlanda. Við krefjumst þess að ríkisstjórn Íslands láti af stuðningi við árásar- og útþenslustefnu Ísraela og hætti að skera sig þannig úr meirihluta ríkja heims sem opinberlega hafa hafnað þessari ofbeldisstefnu.

Ályktun MFÍK um stríðið í Írak

Um mfik
Menningar- og friðarsamtökin MFÍK hafa starfað samfellt frá árinu 1951. Samtökin eru frjáls og óháð og láta sig varða ýmis málefni í samfélaginu. Markmið Menningar- og friðarsamtakanna MFÍK er að sameinast í baráttu fyrir: Alheimsfriði og afvopnun. Frelsi smáríkja gegn allri ágengni stórvelda. Hlutleysi Íslands í hernaðarátökum. Almennum mannréttindum. Jafnrétti. Vináttu og samvinnu kvenna um allan heim. Réttindum og vernd barna. Menningarmálum. Menningar- og friðarsamtökin MFÍK Union des Femmes Islandaises pour la Paix et la Culture The Icelandic Women’s Union for Culture and Peace Islandsk kvindeorganisation for fred og kultur Pósthólf/Box 279, 121 Reykjavík, Iceland. Kt: 610174-4189 Tölvupóstfang/email Viltu ganga í félagið? MFÍK er virkt félag. Fundir eru haldnir 1-2 í mánuði yfir veturinn. Reglulega eru haldnir opnir stjórnar- og félagsfundir þar sem boðið er upp á kynningu á málefnum sem félagið lætur sig varða. Árgjaldið er kr. 2.500 en nemendur og eldri borgarar greiða kr. 1.500. Reikningur MFÍK er: 0526 26 484394 kt. 610174-4189

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: